Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. nóvember 2019 14:00 Páfinn við Dacia Duster bifreið sína. Vísir/Autocar Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. Duster-inn sem Francis fékk hefur verið sérhannaður til að mæta þörfum páfans. Sem dæmi hafa sérstaklega þægileg aftursæti verið sett í bílinn til að mæta þörfum gamals manns sem oft þarf að taka þátt í lögum skrúðgöngum. Þá hefur einkar voldug sóllúga verið sett í bílinn auk þess sem glært sýningabox fylgdi bílnum sem í er hægt að sýna almúganum páfann.Páfinn á rúntinum í Duster.Vísir/TheStarÞá er Duster-inn klæddur hvítu leðri að innan og hefur fjöðrun hans verið lækkuð um 30 mm til að auðvelda enn frekar aðgengi að bílnum. Bíllinn var afhentur Vatíkaninu af Christophe Dridi yfirmanni Renault samsteypunnar í Rúmeníu og Xavier Martinet yfirmanni Renault á Ítalíu. Þessi bíll er þó ekki fyrstu Dacia bíllinn sem páfinn eignast. Hann notaði óbreyttan Dacia Logan í opinberri heimsókn til Armeníu árið 2016. Núverandi páfi vill ýta undir sparneytni og nægjusemi. Fyrirrennarar hans hafa verið hylltari undir Mercedes-Benz og Range Rover.Páfinn virðist skammast sín fyrir bílaval forvera sinna í heilögu embætti.Vísir/GettyÁrið 2017, til að mynda gaf Lamborghini Francis Huracán sem var sérstaklega sprautaður í litum Vatíkansins. Eftir að páfinn blessaði bílinn og skrifaði eiginhandaráritun á hann var bíllinn seldur á uppboði til styrktar góðgerðarmálefnis. Sem ýtir undir þá kenningu að Francis aðhyllist sparneytna og látlausa bíla. Bílar Páfagarður Tengdar fréttir Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. 24. nóvember 2019 10:47 Páfinn flaug með Atlanta Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur. 11. september 2019 08:00 Páfinn hvetur hárgreiðslufólk til að hætta að slúðra Frans páfi segir að hárgreiðslufólk gæti leitað innblásturs hjá sextándu aldar dýrðlingi sem þekktur var fyrir að klippa hár, blóðtöku og aflimanir. 30. apríl 2019 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. Duster-inn sem Francis fékk hefur verið sérhannaður til að mæta þörfum páfans. Sem dæmi hafa sérstaklega þægileg aftursæti verið sett í bílinn til að mæta þörfum gamals manns sem oft þarf að taka þátt í lögum skrúðgöngum. Þá hefur einkar voldug sóllúga verið sett í bílinn auk þess sem glært sýningabox fylgdi bílnum sem í er hægt að sýna almúganum páfann.Páfinn á rúntinum í Duster.Vísir/TheStarÞá er Duster-inn klæddur hvítu leðri að innan og hefur fjöðrun hans verið lækkuð um 30 mm til að auðvelda enn frekar aðgengi að bílnum. Bíllinn var afhentur Vatíkaninu af Christophe Dridi yfirmanni Renault samsteypunnar í Rúmeníu og Xavier Martinet yfirmanni Renault á Ítalíu. Þessi bíll er þó ekki fyrstu Dacia bíllinn sem páfinn eignast. Hann notaði óbreyttan Dacia Logan í opinberri heimsókn til Armeníu árið 2016. Núverandi páfi vill ýta undir sparneytni og nægjusemi. Fyrirrennarar hans hafa verið hylltari undir Mercedes-Benz og Range Rover.Páfinn virðist skammast sín fyrir bílaval forvera sinna í heilögu embætti.Vísir/GettyÁrið 2017, til að mynda gaf Lamborghini Francis Huracán sem var sérstaklega sprautaður í litum Vatíkansins. Eftir að páfinn blessaði bílinn og skrifaði eiginhandaráritun á hann var bíllinn seldur á uppboði til styrktar góðgerðarmálefnis. Sem ýtir undir þá kenningu að Francis aðhyllist sparneytna og látlausa bíla.
Bílar Páfagarður Tengdar fréttir Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. 24. nóvember 2019 10:47 Páfinn flaug með Atlanta Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur. 11. september 2019 08:00 Páfinn hvetur hárgreiðslufólk til að hætta að slúðra Frans páfi segir að hárgreiðslufólk gæti leitað innblásturs hjá sextándu aldar dýrðlingi sem þekktur var fyrir að klippa hár, blóðtöku og aflimanir. 30. apríl 2019 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. 24. nóvember 2019 10:47
Páfinn flaug með Atlanta Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur. 11. september 2019 08:00
Páfinn hvetur hárgreiðslufólk til að hætta að slúðra Frans páfi segir að hárgreiðslufólk gæti leitað innblásturs hjá sextándu aldar dýrðlingi sem þekktur var fyrir að klippa hár, blóðtöku og aflimanir. 30. apríl 2019 08:47