Alrangt að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 13:40 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir. Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24. Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24.
Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11