Launakostnaður sá sami þrátt fyrir fækkun sveitarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:00 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki. Líkt og kunnugt er samþykktu íbúar Djúpavogs, Seyðisfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri sameiningu í íbúakosningu í lok október. Stefnt er að því að sveitarstjórnarkosningar fari fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi þann 18. apríl. Undirbúningur sameiningarinnar er nú í fullum gangi að sögn Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði og formanns sameiningarnefndar.Sjá einnig: Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl „Við höfum ekki verið að horfa endilega til mikillar hagræðingar í krónum talið en við höfum verið að horfa til þess að geta í rauninni, út frá kannski svipuðum mannafla, öflugri stjórnsýslu,“ segir Björn. Gert er ráð fyrir að ellefu fulltrúar myndi sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags. Þá verða þriggja manna heimastjórnir í hverju hinna fjögurra gömlu sveitarfélaga sem hafa völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum á hverju svæði. Við sameiningu fækkar sveitarstjórum úr fjórum í einn en við fjárhagslega greiningu var ekki lagt upp með að leita sparnaðartækifæra. „Hins vegar er von á því að við séum að fá út úr þessu töluvert meira. Við erum að horfa líka á í rauninni betri kjör, við erum með færri kjörna fulltrúa ef við erum að horfa á allt nefndarfyrirkomulagið, en við erum að horfa á töluvert betri kjör fyrir kjörna fulltrúa heldur en við erum að upplifa í dag,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki. Líkt og kunnugt er samþykktu íbúar Djúpavogs, Seyðisfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri sameiningu í íbúakosningu í lok október. Stefnt er að því að sveitarstjórnarkosningar fari fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi þann 18. apríl. Undirbúningur sameiningarinnar er nú í fullum gangi að sögn Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði og formanns sameiningarnefndar.Sjá einnig: Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl „Við höfum ekki verið að horfa endilega til mikillar hagræðingar í krónum talið en við höfum verið að horfa til þess að geta í rauninni, út frá kannski svipuðum mannafla, öflugri stjórnsýslu,“ segir Björn. Gert er ráð fyrir að ellefu fulltrúar myndi sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags. Þá verða þriggja manna heimastjórnir í hverju hinna fjögurra gömlu sveitarfélaga sem hafa völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum á hverju svæði. Við sameiningu fækkar sveitarstjórum úr fjórum í einn en við fjárhagslega greiningu var ekki lagt upp með að leita sparnaðartækifæra. „Hins vegar er von á því að við séum að fá út úr þessu töluvert meira. Við erum að horfa líka á í rauninni betri kjör, við erum með færri kjörna fulltrúa ef við erum að horfa á allt nefndarfyrirkomulagið, en við erum að horfa á töluvert betri kjör fyrir kjörna fulltrúa heldur en við erum að upplifa í dag,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira