Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:52 Maðurinn skráði sig inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett sér upp. Skjáskot/creditinfo Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag. Persónuvernd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag.
Persónuvernd Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira