Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í fréttaskýringarþættinum Kompás á Vísi og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku, sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. Rætt verður við ráðherrann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þar fjöllum við líka um mál íslensks karlmanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi fyrir tilraun til að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins, en nú stefnir í metár í haldlögðum fíkniefnum hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Í kvöldfréttunum förum við líka í ljósagöngu UN Women og heimsækjum Mýrdalinn, þar sem hefðbundinn búskapur er mjög á undanhaldi og nær allir sveitabæir komnir í ferðaþjónustu. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
