Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í brennidepli Heimsljós kynnir 25. nóvember 2019 11:30 Ljósagangan í dag markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundu ofbeldi Ljósaganga UN Women hefst klukkan 17 í dag við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Ljósagangan markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundu ofbeldi en því lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Þriðjungur allra kvenna og stúlkna í heiminum verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Sameinuðu þjóðirnar segja að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé meðal útbreiddustu mannréttindabrota í heiminum. Stór hluti brotanna er ekki tilkynntur vegna þess að í mörgum samfélögum er brotin ekki refsiverð og eins vegna þess að þau fela í sér skömm sem margir veigra sér við að bera á torg. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig í frétt að í helmingi tilvika þar sem konur falla fyrir morðingjahendi sé gerandinn eiginmaður, sambýlismaður eða einstaklingur innan fjölskyldunnar. „Kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúkum á rætur sínar í aldagömlum yfirráðum karla,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Hann bendir jafnframt á að gerandinn sé í flestum tilvikum nálægur, fjölskyldumeðlimur, samstarfsmaður eða vinur. Að sögn UN Women á Íslandi hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið af skarið í kjölfar MeToo hreyfingarinnar og lýst því yfir að kynbundið ofbeldi verði ekki liðið innan sinna veggja. „Það er gríðarlega mikilvægt að vel unnin aðgerðaráætlun fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi eftir orðin tóm. Skilvirk aðgerðaráætlun þarf að innihalda eftirfarandi atriði: algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi, þolenda-miðaða úrvinnslu í slíkum málum, þjálfun, sameiginleg markmið starfsfólks og öruggar tilkynningaleiðir. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að tryggja að algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandins leiðir Ljósagönguna í ár. Frá Arnarhóli verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Á Bríetartorgi verður boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög. Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Hannesarholti fyrir UN Women þar sem tónlistarmaðurinn Auður kemur fram.Frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): Segjum nei við nauðgunum – í appelsínugulu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent
Ljósaganga UN Women hefst klukkan 17 í dag við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Ljósagangan markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundu ofbeldi en því lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Þriðjungur allra kvenna og stúlkna í heiminum verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Sameinuðu þjóðirnar segja að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé meðal útbreiddustu mannréttindabrota í heiminum. Stór hluti brotanna er ekki tilkynntur vegna þess að í mörgum samfélögum er brotin ekki refsiverð og eins vegna þess að þau fela í sér skömm sem margir veigra sér við að bera á torg. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig í frétt að í helmingi tilvika þar sem konur falla fyrir morðingjahendi sé gerandinn eiginmaður, sambýlismaður eða einstaklingur innan fjölskyldunnar. „Kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúkum á rætur sínar í aldagömlum yfirráðum karla,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Hann bendir jafnframt á að gerandinn sé í flestum tilvikum nálægur, fjölskyldumeðlimur, samstarfsmaður eða vinur. Að sögn UN Women á Íslandi hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið af skarið í kjölfar MeToo hreyfingarinnar og lýst því yfir að kynbundið ofbeldi verði ekki liðið innan sinna veggja. „Það er gríðarlega mikilvægt að vel unnin aðgerðaráætlun fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi eftir orðin tóm. Skilvirk aðgerðaráætlun þarf að innihalda eftirfarandi atriði: algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi, þolenda-miðaða úrvinnslu í slíkum málum, þjálfun, sameiginleg markmið starfsfólks og öruggar tilkynningaleiðir. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að tryggja að algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandins leiðir Ljósagönguna í ár. Frá Arnarhóli verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Á Bríetartorgi verður boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög. Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Hannesarholti fyrir UN Women þar sem tónlistarmaðurinn Auður kemur fram.Frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): Segjum nei við nauðgunum – í appelsínugulu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent