Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Mandarínuöndin sem kveikti ljósmyndaáhugann. Mynd/Aðalsteinn Pétur Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“