Á miklu flugi í skoðanakönnunum Ari Brynjólfsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins í nýrri skoðanakönnun MMR. Fréttablaðið/Ernir Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“ Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“
Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent