„Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki e-h sem veldur áhrifum/afleiðingum? Ég held það!“ segir Engilbert.
Nýjustu tíðindi af Engilbert eru þau að hann hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vesturlands en félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi.
Fréttastofa fjallaði um málið á dögunum en Engilbert vildi ekki tjá sig.
Engilbert segir marga þjóðþekkta aðila koma við sögu. Bæjarstjóra, útrásarvíkinga, bankafólk, leppa, skreppa og fleiri.
„Þetta gæti orðið spennandi!“
Þá birtir hann lista yfir mál sem hann ætlar að tjá sig um.
„Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar "Gustmálið" og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur "Dauðahúsin" , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf raunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og "nýji", Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær.“
Málin verði örugglega fleiri en þetta dugi í bili.
Engilbert var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Þá á hann að baki nokkuð langan sakaferil meðal annars fyrir brot á fíkniefnalögum, skotvopnalögum, hylmingu og skjalafals.