Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2019 10:00 Lamba Wellington Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er Lamba Wellington. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Lamba Wellington - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald Uppskrift fyrir 6-8Lamb2 lambaframhryggsvöfðar (um 500 grömm) 2 matskeiðar olía 25 grömm smjör 1 rósmaríngreinar Dijon-sinnepKaramellaður laukur50 gröm smjör 500 gröm gulur laukur, skorinn í þykkar sneiðar ½ teskeið salt 100 millilítrar rauðvín eða portvín 100 gröm gráðaosturPönnukökur100 grömm hveiti Salt og pipar 1 egg 200 millilítrar nýmjólk Væn lúka af fersku timjani, fínsaxað 100 grömm gráðaostur 2 ferhyrningar af smjördeigi, 30x25 cm Egg, til að pensla með Leiðbeiningar Lambakjöt - Bindið kjötið upp ef það er óreglulegt í lögun til að það eldist jafnar. Hitið olíuna á stórri pönnu yfir háum hita þar til byrjar að rjúka úr henni. Brúnið kjötið snögglega, bara rétt til að kjötið verið fallega brúnt en ekki til að elda það að neinu ráði. Takið pönnuna af hitanum og bætið við smjöri og rósmaríngrein. Ausið bragðbættu smjörinu yfir kjötið í stutta stund og takið það af pönnunni. Látið kjötið kólna töluvert áður en þið setjið það síðan inn í ísskáp. Klippið böndin af kjötinu þegar það er orðið alveg kalt og penslið það allan hringinn með dijon-sinnepi. Karamellaður laukur - Bræðið smjör í stórum þykkbotna potti yfir miðlungsháum hita. Bætið lauknum og saltinu í pottinn og eldið laukinn þar til hann hefur minnkað töluvert að rúmmáli. Lækkið þá niður í miðlungshita og eldið laukinn í um 45 mínútur, þar til hann er orðinn dökkur og sætur á bragðið. Hrærið reglulega í til að koma í veg fyrir að laukurinn brenni við. Hellið víni í pottinn til að leysa upp skófirnar og sjóðið vínið alveg niður. Setjið laukinn í skál og kælið. Pönnukökur - Setjið hveiti, salt, egg og rúman helming af mjólkinni í skál og hrærið úr kekkjalausa þykka soppu. Bætið svo við restinni af mjólkinni. Steikið pönnukökurnar á stórri 30 cm viðloðunarfrírri pönnu á meðalhita þar til gullinbrúnar á annarri hliðinni, snúið þeim við og steikið í skamma stund á hinni hliðinni eða þar til þær eru fullbakaðar. Sett saman - Smyrjið karamellaðan laukinn í ferhyrning á pönnukökuna þannig að ein hliðin sé jafnlöng steikinni og hin jafnlöng ummáli hennar. Þannig passar laukurinn nákvæmlega utan um kjötið. Setjið nokkra væna bitar að gráðaosti á stangli ofan á laukinn og loks sinnepshúðaða kjötið. Pakkið kjötinu nú vandlega inn í pönnukökuna. Leggið innpakkað kjötið á mitt smjördeigið og penslið með eggi allan hringinn. Rúllið kjötinu upp í smjördeigið og brettið endana undir kjötið. Passið að það séu engin op á deiginu. Á þessu stigi er hægt að skreyta böggulinn með útskornu smjördeig eða setja hann bara inn í ofn eins og hann er. Penslið smjördeigið vandlega með slegnum eggjum allan hringinn. Stingið kjöthitamæli í gegnum deigið á öðrum endanum og inn í kjötið þar til mælirinn er staðsettur í miðju kjötinu. Setjð kjötið inn 200°C ofn þar til kjarnhitastig þess er um 55°C. Penslið smjördeigið aftur með slegnum eggjum um leið og kjötið kemur úr ofninum til að fá fallegan gljáa. Leyfið kjötinu að jafna sig í um 10 mínútur áður en skorið er í það. Aðventumolar Árna í Árdal Jólamatur Lambakjöt Uppskriftir Wellington Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er Lamba Wellington. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Lamba Wellington - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald Uppskrift fyrir 6-8Lamb2 lambaframhryggsvöfðar (um 500 grömm) 2 matskeiðar olía 25 grömm smjör 1 rósmaríngreinar Dijon-sinnepKaramellaður laukur50 gröm smjör 500 gröm gulur laukur, skorinn í þykkar sneiðar ½ teskeið salt 100 millilítrar rauðvín eða portvín 100 gröm gráðaosturPönnukökur100 grömm hveiti Salt og pipar 1 egg 200 millilítrar nýmjólk Væn lúka af fersku timjani, fínsaxað 100 grömm gráðaostur 2 ferhyrningar af smjördeigi, 30x25 cm Egg, til að pensla með Leiðbeiningar Lambakjöt - Bindið kjötið upp ef það er óreglulegt í lögun til að það eldist jafnar. Hitið olíuna á stórri pönnu yfir háum hita þar til byrjar að rjúka úr henni. Brúnið kjötið snögglega, bara rétt til að kjötið verið fallega brúnt en ekki til að elda það að neinu ráði. Takið pönnuna af hitanum og bætið við smjöri og rósmaríngrein. Ausið bragðbættu smjörinu yfir kjötið í stutta stund og takið það af pönnunni. Látið kjötið kólna töluvert áður en þið setjið það síðan inn í ísskáp. Klippið böndin af kjötinu þegar það er orðið alveg kalt og penslið það allan hringinn með dijon-sinnepi. Karamellaður laukur - Bræðið smjör í stórum þykkbotna potti yfir miðlungsháum hita. Bætið lauknum og saltinu í pottinn og eldið laukinn þar til hann hefur minnkað töluvert að rúmmáli. Lækkið þá niður í miðlungshita og eldið laukinn í um 45 mínútur, þar til hann er orðinn dökkur og sætur á bragðið. Hrærið reglulega í til að koma í veg fyrir að laukurinn brenni við. Hellið víni í pottinn til að leysa upp skófirnar og sjóðið vínið alveg niður. Setjið laukinn í skál og kælið. Pönnukökur - Setjið hveiti, salt, egg og rúman helming af mjólkinni í skál og hrærið úr kekkjalausa þykka soppu. Bætið svo við restinni af mjólkinni. Steikið pönnukökurnar á stórri 30 cm viðloðunarfrírri pönnu á meðalhita þar til gullinbrúnar á annarri hliðinni, snúið þeim við og steikið í skamma stund á hinni hliðinni eða þar til þær eru fullbakaðar. Sett saman - Smyrjið karamellaðan laukinn í ferhyrning á pönnukökuna þannig að ein hliðin sé jafnlöng steikinni og hin jafnlöng ummáli hennar. Þannig passar laukurinn nákvæmlega utan um kjötið. Setjið nokkra væna bitar að gráðaosti á stangli ofan á laukinn og loks sinnepshúðaða kjötið. Pakkið kjötinu nú vandlega inn í pönnukökuna. Leggið innpakkað kjötið á mitt smjördeigið og penslið með eggi allan hringinn. Rúllið kjötinu upp í smjördeigið og brettið endana undir kjötið. Passið að það séu engin op á deiginu. Á þessu stigi er hægt að skreyta böggulinn með útskornu smjördeig eða setja hann bara inn í ofn eins og hann er. Penslið smjördeigið vandlega með slegnum eggjum allan hringinn. Stingið kjöthitamæli í gegnum deigið á öðrum endanum og inn í kjötið þar til mælirinn er staðsettur í miðju kjötinu. Setjð kjötið inn 200°C ofn þar til kjarnhitastig þess er um 55°C. Penslið smjördeigið aftur með slegnum eggjum um leið og kjötið kemur úr ofninum til að fá fallegan gljáa. Leyfið kjötinu að jafna sig í um 10 mínútur áður en skorið er í það.
Aðventumolar Árna í Árdal Jólamatur Lambakjöt Uppskriftir Wellington Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 8. desember 2019 15:15