Vilborg Arna reif magavöðva á dansæfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 20:45 Vilborg Arna er með rifinn magavöðva en stefnir á að dansa í þættinum á föstudag. Samsett/Instagram/Vísir-Vilhelm Fjallgöngukonan og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þátt Allir geta dansað sem sýndur var á föstudag. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu. „Ég veit að þetta gerðist í einhverri lyftu, við vorum að æfa lyftur á æfingunni“ segir Vilborg Arna í samtali við Vísi. ABBA þema var í þættinum á föstudag og dönsuðu Javi og Vilborg Arna Jive við lagið Mamma Mia.Vilborg Arna sagði frá meiðslum sínum á Instagram.Skjáskot/Instagram„Ég var náttúrulega að drepast en ég var búin að vera með kælipoka og reyndi að koma þessu frá svona sómasamlega. Mér var illt en mér leið vel og fannst alveg gaman.“ Hún harkaði af sér en leitaði á bráðamóttökuna daginn eftir. „Þá var komið eitthvað rif í magavöðva þannig að ég segi bara að ég sé komin með sjö-pack í staðinn fyrir sixpack,“ segir Vilborg Arna kát. „Auðvitað eru ráðleggingarnar þannig að maður eigi ekki að vera að gera mikið og helst ekki neitt. Við erum að reyna að vinna í kringum þetta, ég geri bara eins og ég get. Kannski þegar að aðeins frá líður er hægt að breyta því.“ Vilborg og Javi á æfingu.vísir/vilhelmVilborg og Javi enduðu í næstsíðasta sæti eftir atkvæði dómara og símakosningu og voru því ekki send heim. Vilborg segir að hún stefni á að dansa á föstudaginn, ef líkaminn leyfir. Næst munu þau dansa tangó á föstudag. „Ég er búin að vera að grínast með að ég ætli að dansa bara aðeins meira með fótunum.“ Vilborg var á dansæfingu þegar fréttastofa náði tali af henni og segist hún aðlaga æfingarnar í kringum þessi meiðsli. Hún segir að ferlið í þessari keppni hafi verið mjög skemmtilegt en mýkt hafi reynst henni góð áskorun. „Mér finnst gaman að læra margt nýtt og maður er að uppgötva hluti um sjálfan sig sem að maður hefur aldrei annars fattað um líkamsgerð og hreyfigetu.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30 Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Fjallgöngukonan og pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þátt Allir geta dansað sem sýndur var á föstudag. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu. „Ég veit að þetta gerðist í einhverri lyftu, við vorum að æfa lyftur á æfingunni“ segir Vilborg Arna í samtali við Vísi. ABBA þema var í þættinum á föstudag og dönsuðu Javi og Vilborg Arna Jive við lagið Mamma Mia.Vilborg Arna sagði frá meiðslum sínum á Instagram.Skjáskot/Instagram„Ég var náttúrulega að drepast en ég var búin að vera með kælipoka og reyndi að koma þessu frá svona sómasamlega. Mér var illt en mér leið vel og fannst alveg gaman.“ Hún harkaði af sér en leitaði á bráðamóttökuna daginn eftir. „Þá var komið eitthvað rif í magavöðva þannig að ég segi bara að ég sé komin með sjö-pack í staðinn fyrir sixpack,“ segir Vilborg Arna kát. „Auðvitað eru ráðleggingarnar þannig að maður eigi ekki að vera að gera mikið og helst ekki neitt. Við erum að reyna að vinna í kringum þetta, ég geri bara eins og ég get. Kannski þegar að aðeins frá líður er hægt að breyta því.“ Vilborg og Javi á æfingu.vísir/vilhelmVilborg og Javi enduðu í næstsíðasta sæti eftir atkvæði dómara og símakosningu og voru því ekki send heim. Vilborg segir að hún stefni á að dansa á föstudaginn, ef líkaminn leyfir. Næst munu þau dansa tangó á föstudag. „Ég er búin að vera að grínast með að ég ætli að dansa bara aðeins meira með fótunum.“ Vilborg var á dansæfingu þegar fréttastofa náði tali af henni og segist hún aðlaga æfingarnar í kringum þessi meiðsli. Hún segir að ferlið í þessari keppni hafi verið mjög skemmtilegt en mýkt hafi reynst henni góð áskorun. „Mér finnst gaman að læra margt nýtt og maður er að uppgötva hluti um sjálfan sig sem að maður hefur aldrei annars fattað um líkamsgerð og hreyfigetu.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30 Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Óli og Marta eru fyrsta parið sem sent er heim í annarri þáttaröð af Allir geta dansað 6. desember 2019 17:30
Mikill metnaður á æfingum dansara Keppendur í Allir geta dansað leggja mikið á sig fyrir hvern þátt. 3. desember 2019 09:00