ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð í þágu Gagnaveitu Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 11:31 Orkuveita Reykjavíkur hefur fjármagnað og veitt GR lán. vísir/vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
Fjarskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira