Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs.
Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.
Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina.