Már Gunnarsson hlaut Kærleikskúluna 2019 Hrund Þórsdóttir skrifar 4. desember 2019 20:30 Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins. Sund Tónlist Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins.
Sund Tónlist Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira