Barnabótakerfið fátæktarhjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira