Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 3. desember 2019 20:28 Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. Hjónin sem eru frá Georgíu sóttu um alþjóðlega vernd árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættu meðgöngu. Sonur þeirra fæddist í janúar og í maí var fjölskyldunni vísað á brott enn á ný og nú með tveggja ára endurkomubanni. Hjónin kærðu ákvörðunina á þeim grundvelli að barn þeirra er fætt hér á landi.Konan dvelur á lögreglustöð, barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda.Stöð 2Rétt fyrir klukkan þrjú í dag mætti Lögreglan að Bæjarhrauni 4 sem er búsetuúrræði fyrir hælisleitendur og tók konuna og barnið með sér. Maðurinn var ekki heima. Samkvæmt lögmanni fjölskyldunnar dvelur móðirin á lögreglustöð en barnið er í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hefur ekki gefið sig fram. Jafnvel er áætlað að flytja móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið og aðskilja frá föður. Lögmaðurinn mótmælir harðlega enda hafi mál barnsins aldrei verið tekið fyrir. Samtökin No Borders benda á að samkvæmt lögum megi ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi, segir Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Útlendingastofnun gerir það aftur og aftur og aftur, vegna þess að þau ná að skrá barnið í svokallaða utangarðsskráningu, en það er alveg tilgangslaust að hafa þessi lög ef þeim er ekki framfylgt. Ef það er hægt að komast svona ótrúlega auðveldlega í kringum þau, segir Katrín.Katrín Alda ÁmundadóttirStöð 2.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30