Vill vita hvort kafbátaleitarflugvélar hafi stuðlað að metári í hvalreka Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2019 12:18 Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“ Dýr Varnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“
Dýr Varnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira