Tekist á um „svanga huldumenn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 17:55 Matarkostnadur á borgarstjórnarfundum hefur verið í brennidepli. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44
Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30