Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2019 22:15 Solla Eiríks og Daði voru send heim í kvöld M.Flóvent Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira