Átta pítsur á dag í fjóra daga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2019 13:30 Brynjar er hér til vinstri og Haukur til hægri. „Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu. Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Áhuginn kviknaði fyrir mörgum árum þegar maður fór að smakka alvöru súrdeigsbrauð. Síðan kynntumst við þessum Napólípítsum erlendis og eftir það gátum við ekki hætt að hugsa um þær,“ segir Haukur Már Gestsson. Haukur er einn af stofnendum veitingastaðarins Flatey Pizza og var hann, ásamt félaga sínum Brynjari Guðjónssyni, að senda frá sér bókina Ég elska þig PIZZA. Í bókinni kenna þeir Íslendingum allt um hvernig hægt er að gera umræddar Napólípítsur og súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Pílagrímsferð til Lundúna og vinnubúðir í Napólí Staðurinn Flatey opnaði árið 2017 eftir að þeir Haukur og Brynjar höfðu farið í eins konar pílagrímsferð til Lundúna með kollegum sínum, Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. „Þar þræddum við pítsustaðina og borðuðum átta pítsur á dag í fjóra daga. Eftir það var ákveðið að kýla á að opna slíkan stað á Íslandi,“ segir Haukur. Áður en staðurinn opnaði héldu Haukur og Brynjar til Napólí þar sem þeir lærðu í nokkrar vikur í vöggu pítsumenningarinnar. Bókin Ég elska þig PIZZA. „Við vorum í þrjár vikur á 14 tíma vöktum að gera deig. Fórum svo í læri á stöðum í kring og bökuðum pítsur með gömlum Ítölum sem töluðu ekki stakt orð í ensku. Það var ævintýri.“ Breiða út fagnaðarerindið Aðspurður hvort það bitni ekki á staðnum að kenna fólki að gera pítsurnar heima hjá sér segir Haukur: „Alls ekki. Ég held að það sé bara til þess fallið að auka áhuga fólks á svona pítsum.“ „Við erum í hálfgerðum trúboðaleiðangri og viljum breiða út fagnaðarerindið. Fólk getur þá haldið ennþá betri pítsukvöld og bakað enn betra brauð heima hjá sér. Svo getur það kíkt til okkar þegar það nennir ekki að elda.“ En hver er hin fullkomna pítsa að mati pítsusérfræðingsins? „Ég myndi segja að það væri hin fullkomna margherita. Deig, sósa úr tómötum, ferskur mozzarella, fersk basilíka og góð ólífuolía. Ef hráefnið er upp á tíu þá er útkoman eitthvað sem er ekki hægt að lýsa í orðum,“ segir Haukur. Þeir Haukur og Brynjar mættu til Ómars Úlfs á X-inu í morgun og kenndu honum að gera pítsu.
Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning