Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:52 Stjórnendum Samherja á Íslandi á að hafa verið haldið úti í kuldanum þegar kom að ERF 1980. Vísir/SigurjónÓ Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15