Stjörnulífið er liður á Vísi þar sem farið er yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Að þessu sinni förum við yfir jólakortin sem margir þekktir Íslendingar sendu frá sér á Instagram og jólakveðjurnar frá þeim.
Jón Jónsson birti fallega fjölskyldumynd með góðri kveðju.
Áhrifavaldurinn Bryndís Líf óskar fylgjendum sínum gleðilegra jóla.
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson birti fallega mynd af fjölskyldunni um jólin en hann er giftur Lilju Björk Guðmundsdóttir.
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór óskuðu fylgjendum sínum gleðilegra jóla.
Ragnar Sigurðsson og kærasta Alena eyddu jólunum saman í New York.
Felix Bergsson birti fallega jólakveðju á Instagram af fjölskyldunni við Túnsberg.
Hafþór Júlíus og Kelsey Henson hentu í mjög skemmtilega jólakveðju.
Marín Manda og Hannes Frímann náðu einni selfie í göngutúrnum.
Söngvarinn Friðrik Ómar skellti upp gleraugunum og sloppnum og sendi frá sér kveðju.
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í góðum gír um jólin.
Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge eyddu sínum fyrstu jólum í Tyrklandi í ár en Elmar leikur knattspyrnu með félagi í landinu.
Ragga Nagli sendi frá sér fallega kveðju og góð ráð.
Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir sendu einstaklega fallegt jólakort frá sér á Instagram.
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev eiga von á sínu öðru barni eftir örfáa daga en Hanna sendi frá sér fallegt jólakort.
Katrín Tanja með krúttsprengju jólakveðju.
Eva Ruza sendi frá sér yndilega og skemmtilega jólakveðju.
Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mælir með að fólk gefi sjálfum sér jólagjöf.
Dansarinn Manuela Ósk óskar fylgjendum sínum gleðilegra jóla.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eyddu jólunum með drengjunum sínum tveimur í Katar.
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson birti fallegar myndir frá fjölskylduboðinu en hann er giftur Höllu Jónsdóttir.
Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson sendi fallegt jólakort á Instagram.
Einkaþjálfarinn, tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson vonar að fylgjendur sínir hafi borðað yfir sig og opnað marga pakka. Hann skellti sér síðan á American Bar á öðru degi jóla og horfði á leik Manchester United og Newcastle með heljarinnar hópi.
Þar voru þau Birkir Kristinsson, Ragga Gísla, Eiður Smári, Auðunn Blöndal, Rikki G, Hannes Þór Halldórsson, Kolbeinn Sigþórsson, Viðar Örn Kjartansson, Mikael Nikulásson, Hjörvar Hafliðason, Hugi Halldórsson og fleiri.
View this post on InstagramGleðileg jól allir Vona þið séuð búin að éta ykkur afvelta og opna fáránlega mikið af pökkum! Auguri
Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld óska fylgjendum sínum gleðilegra jóla.
Jökull í Kaleo sat fyrir á jólakorti sveitarinnar á Instagram.
Ólafur Darri Ólafsson og fjölskylda sendi fallega jólakveðju með fjölskyldumynd fyrir framan jólatréð.
View this post on InstagramHappy Holidays everone! Hope you are safe, well fed and surrounded by loved ones! Big love!
Unnsteinn Manúel og Ágústa Sveinsdóttir sendu einnig jólakveðju með fallegri fjölskyldumynd.