Ferill Margrétar Láru gerður upp: „Fallegur endir á fallegri sögu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 13:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir 5-1 sigur Vals á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Valur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55