Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2020 07:00 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020. „Tesla eigendur geta í sumar stoppað á völdum N1 þjónustustöðvum og fengið sér bolla af góðu kaffi eða gætt sér á hefðbundinni íslenskri kjötsúpu á meðan þeir hlaða bifreiðar sínar. Við stefnum að því að fyrsta Tesla hraðhleðslustöðin verði opnuð í Staðarskála og einnig er verið að skoða fleiri staðsetningar með því markmiði að dekka hringveginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. „Við hjá Tesla erum ánægð með að hafa náð samningi við N1 um að flýta fyrir uppsetningu á hraðhleðslustöðvum Tesla á Íslandi. Samningurinn við N1 mun hjálpa okkur að nýta hraðhleðslutækni okkar á völdum N1 stöðvum til hagsbóta fyrir Tesla eigendur,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla. Tesla Bensín og olía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020. „Tesla eigendur geta í sumar stoppað á völdum N1 þjónustustöðvum og fengið sér bolla af góðu kaffi eða gætt sér á hefðbundinni íslenskri kjötsúpu á meðan þeir hlaða bifreiðar sínar. Við stefnum að því að fyrsta Tesla hraðhleðslustöðin verði opnuð í Staðarskála og einnig er verið að skoða fleiri staðsetningar með því markmiði að dekka hringveginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. „Við hjá Tesla erum ánægð með að hafa náð samningi við N1 um að flýta fyrir uppsetningu á hraðhleðslustöðvum Tesla á Íslandi. Samningurinn við N1 mun hjálpa okkur að nýta hraðhleðslutækni okkar á völdum N1 stöðvum til hagsbóta fyrir Tesla eigendur,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla.
Tesla Bensín og olía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent