„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2020 22:03 Það eru margar tilfinningar sem fylgja því að eignast barn. Þetta er rætt í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/Þorleifur Kamban „Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
„Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00