Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:08 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í apríl 2019. BRUNAVARNIR AUSTUR-HÚNVETNINGA Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja. Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira