Innlent

Enn og aftur greindist enginn með veiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjöldi virkra smita er 18, sá sami og í gær. Öll sýni sem tekin voru síðasta sólarhring voru tekin á veirufræðideild Landspítalans.
Fjöldi virkra smita er 18, sá sami og í gær. Öll sýni sem tekin voru síðasta sólarhring voru tekin á veirufræðideild Landspítalans. Vísir/vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þetta er þannig fjórði dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna. Síðast greindist smit á fimmtudag en þá voru jákvæð sýni tvö.

Alls voru tekin átján sýni síðasta sólarhringinn, öll á veirufræðideild Landspítala. Ekki hafa færri sýni verið tekin fyrr en í upphafi faraldursins.

Alls hefur því 1801 einstaklingur greinst með kórónuveiruna hér á landi. Átján eru í einagrun, sem er sami fjöldi og í gær, og 564 í sóttkví. Tveir eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Tíu hafa alls látist vegna veirunnar.

Upplýsingafundur vegna veirunnar verður haldinn klukkan 14. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, munu þar fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19. Gestur fundarins verður Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×