Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. maí 2020 13:44 Guðlaugur Þór Þórðarson. „Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42