Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. maí 2020 18:18 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34