Innlent

Konur, eldra fólk og stuðningsmenn Flokks fólksins með meiri áhyggjur

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Tuttugu og átta prósent landsmanna segjast síðan hvorki hafa miklar né litlar áhyggjur af málinu.
Tuttugu og átta prósent landsmanna segjast síðan hvorki hafa miklar né litlar áhyggjur af málinu. Vísir/Vilhelm

Íslendingar sem segjast hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónaveirunnar eru örlítið fleiri en þeir sem segjast hafa litlar áhyggjur, ef marka má nýja könnun sem Fréttablaðið fjallar um í dag. Þar segjast tæp 37 prósent hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar en þrjátíu og fimm prósent segjast hafa litlar áhyggjur.

Tuttugu og átta prósent landsmanna segjast síðan hvorki hafa miklar né litlar áhyggjur af málinu.

Konur eru áhyggjufyllri en karlar og eldra fólk er áhyggjufyllra en hinir ungu.

Ef litið er til afstöðu fólks til málsins eftir stuðningi þess við stjórnmálahreyfingar má sjá að að Píratar hafa minnstar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar en stuðningsmenn Flokks fólksins hafa hinsvegar mestu áhyggjurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×