Erlent

Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hingað til hafa flestir dáið í London en látnum hefur þó fjölgað víðsvegar um Bretland.
Hingað til hafa flestir dáið í London en látnum hefur þó fjölgað víðsvegar um Bretland. EPA/WILL OLIVER

684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. Í gær höfðu 569 dáið. Í heildina hafa 38.168 greinst með sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur.

Samkvæmt frétt Sky News voru þeir sem dóu undanfarin dag í Englandi á aldrinum 24 til 100 ára gamlir. Þar voru minnst 34 án undirliggjandi veikinda.

Sjá einnig: Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst

Flestir hafa hingað til dáið í London, alls 161, en þeim hefur farið fjölgandi annarsstaðar í Bretlandi.

Meðal þeirra sem hafa greinst greinst með veiruna er Boris Johnson, forsætisráðherra, og tilkynnti hann í dag að hann hefur ekki náð sér enn og verður áfram í einangrun í Downingstræti 10.

Elísabet drottning mun ávarpa þjóðina í ávarpi sem verður sýnt á sunnudaginn. Samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við verður þetta einungis fimmta sjónvarpsávarp hennar á þeim 68 árum sem hún hefur verið við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×