Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. apríl 2020 19:00 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. Rannsóknir og reynsla þeirra sem starfa með þolendum heimilisofbeldis sýna að í tíð eins og nú er sé hætta á að heimilisofbeldi verði tíðara og hættulegra. Mikið að gera hjá Bjarkarhlíð Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur starfsfólks vart undan við að svara símtölum þessa dagana. Verkefnastýra hefur miklar áhyggjur af ástandinu. Engin starfsemi er í húsinu en starfsmenn veita ráðgjöf í gegn um síma. „Konur hafa þurft að koma sér út úr húsi, búa til ástæðu til að fara að heiman og fara út í bíl eða búð eða út að ganga með hundinn, til að geta tekið þessi símtöl til að geta fengið stuðninginn,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Hún segir nú talsvert um að fólk, sem áður hefur reynt að fara úr ofbeldissambandi en hefur farið aftur til baka, hafi samband. „Þetta eru svona sambönd sem að svona ástand eykur spennuna í og gerir í raun og veru aðstæðurnar hættulegri,“ segir Ragna. Svara neyðarsíma allan sólarhringinn Tveir eru nú í gæsluvarðahaldi í tveimur aðskildum málum: Karlamaður á sextugsaldri grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði á dögunum og karlmaður um þrítugt sem er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili hennar í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. „Fyrir okkur sem störfum í þessum málaflokki er það náttúrulega gríðarlegt áfall að það hafi komið upp þessi aðstaða þegar sem fólk deyr af völdum heimilisofbeldis. Þetta er þó raunveruleiki sem við vinnum alltaf með,“ segir Ragna. Til að bregðast við ástandinu hefur verið ákveðið að hafa opið fyrir símsvörun allan sólarhringinn hjá Bjarkarhlíð um páskana. Meira verið að ögra, ógna og hóta Ragna segir að þeir sem hafi hringt inn síðustu daga hafi áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur á heimilinu. „Það eru meiri spenna, það er meira verið að ögra, ógna eða hóta,“ segir Ragna. „Þetta er olía á eldinn, þetta ástand.“ Sumir myndu vilja koma sér úr aðstæðunum en telja sig ekki hafa stað til að fara vegna faraldursins að sögn Rögnu. Kvennaathvarfið sé alltaf opið en það sé stórt skref að stíga fyrir sumar konur. „Við höfum fengið meira en þrjú mál þar sem konur eru fastar heima út af heimilisofbeldi, þær eru með börn og í flóknum aðstæðum og treysta sér ekki í Kvennaathvarfið,“ segir Ragna. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er nú öll áhersla lögð á að reyna finna lausnir fyrir allar konur sem þangað leita vegna ofbeldis á þessum sérstöku tímum. Neyðarsími Bjarkarhlíðar um páskahelgina er 664-8321 og verður svarað í hann allan sólarhringinn. Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 7. apríl 2020 10:07
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29