Félags- og barnamálaráðherra grípur til aðgerða vegna fleiri barnaverndarmála Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2020 12:00 Tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað mikið frá því kórónuveiran kom til Íslands. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira