Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 12:50 Ólafur Ragnar telur að ræða Johnson verði sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira