Fréttir

Verkfallsundanþágur á Landspítala og Heilsugæslu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ekkert verkfall verður á Landspítalanum eftir helgi.
Ekkert verkfall verður á Landspítalanum eftir helgi. vísir/vilhelm

Félagsmenn stéttarfélagsins Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa á Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu ekki taka þátt í fyrirhuguð verkfalli, sem á að hefjast á mánudaginn.

Í tilkynningu frá Sameyki kemur fram að undanþágunefndir beggja félaga hafi fallist á beiðnir um að félagsmenn á áðurnefndum vinnustöðum taki ekki þátt í fyrirhuguðu verkfalli 9. og 10. mars. Ástæðan er aukin útbreiðsla kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þegar þetta er skrifað hafa 45 smittilfelli veirunnar verið staðfest, en þar af eru fjögur innanlandssmit.

Í tilkynningunni er þá ítrekað að enn séu tveir dagar til stefnu áður en að verkfall hefst og eru samningsaðilar hvattir til þess að ganga sem allra fyrst til samninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×