Fréttir

Dregur í land og segir Starmer og fé­laga verð­launa Hamas

Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land.

Erlent

Á bát í Kyrra­hafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á

Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Innlent

Rúss­nesk her­flug­vél mætt í Landeyjarnar

Erlendir ferðamenn, sem heimsækja Íslands heillast margir af gömlum flugvélum og eftir því sem þær eru verr farnar virðast þeir vera hrifnari eins og sést á aðsókn að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Nú hefur bóndi í Landeyjum komið sér upp Rússnesku hermanna flugvélaflaki á sinni jörð i þeirri von að ferðamenn flykkist líka til hans.

Innlent

„Ég held að þetta sé ekki bóla“

Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. 

Innlent

Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum

Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknir vara einstaklinga við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá aðilum sem ekki hafa til þess leyfi. Í Bretlandi hafi borist tilkynningar um alvarlegar bótúlíneitranir en hefur embættið upplýsingar um að vörur með slíku efni hafi verið fluttar ólöglegar til landsins.

Innlent

Hafi látið högg og spörk dynja á for­eldrunum í tíu klukku­stundir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti.

Innlent

„Það þarf senni­lega að moka þennan bíl upp“

Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú.

Innlent

Rann­saka tengsl þyngdar­stjórnunar­lyfja við bráða bris­bólgu

Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja.

Erlent

Gargaði á flokks­fé­laga sína

Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersy, var harðorður í garð flokksfélaga sinna á þingi í gær. Meðal annars sakaði hann þá um að vera samseka Donald Trump og brotum hans gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og sakaði Demókrata um kjarkleysi.

Erlent

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent