Fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24 Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Erlent 10.9.2025 10:40 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 10.9.2025 10:10 „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. Innlent 10.9.2025 09:35 Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Úkraínskur tölvuþrjótur hefur ratað á lista yfir þá glæpamenn sem lögregluyfirvöld í Evrópu hafa hvað mestan áhuga á að fanga. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Erlent 10.9.2025 08:17 Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07 Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10.9.2025 07:56 Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. Erlent 10.9.2025 07:37 Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi. Veður 10.9.2025 07:25 Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10.9.2025 06:57 Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48 Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43 Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. Innlent 10.9.2025 06:38 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 10.9.2025 06:20 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20 Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9.9.2025 20:22 Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Erlent 9.9.2025 20:14 Útsending komin í lag Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Innlent 9.9.2025 19:32 Skipar strax nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma. Erlent 9.9.2025 18:47 Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9.9.2025 18:11 Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur. Innlent 9.9.2025 18:01 Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Dómsmálaráðherra mun ekki skipa nýjan vararíkissaksóknara í ljósi boðaðrar lagasetningar sem færir skipunarvaldið frá ráðherra til ríkissaksóknara. Innlent 9.9.2025 16:58 Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50 Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04 Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21 Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04 Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57 Skipar nefnd um jafnrétti karla Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið. Innlent 9.9.2025 14:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24
Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Erlent 10.9.2025 10:40
Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 10.9.2025 10:10
„Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir. Innlent 10.9.2025 09:35
Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Úkraínskur tölvuþrjótur hefur ratað á lista yfir þá glæpamenn sem lögregluyfirvöld í Evrópu hafa hvað mestan áhuga á að fanga. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Erlent 10.9.2025 08:17
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07
Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10.9.2025 07:56
Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Yfirvöld í Ástralíu hafa lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis gegn klamydíu sem vísindamenn vonast til að geti bjargað kóalabjörnum frá útrýmingu. Erlent 10.9.2025 07:37
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi. Veður 10.9.2025 07:25
Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Umboðsmanni Alþingis bárust 530 kvartanir árið 2024, sem er svipaður fjöldi og árin á undan. Alls voru 566 mál afgreidd. Þrettán mál voru tekin til skoðunar a eigin frumkvæði umboðsmanns og sautján slíkum málum lokið. Innlent 10.9.2025 06:57
Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48
Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43
Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. Innlent 10.9.2025 06:38
Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 10.9.2025 06:20
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Erlent 9.9.2025 23:04
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. Erlent 9.9.2025 21:58
Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. Innlent 9.9.2025 20:22
Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð. Erlent 9.9.2025 20:14
Útsending komin í lag Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Innlent 9.9.2025 19:32
Skipar strax nýjan forsætisráðherra Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma. Erlent 9.9.2025 18:47
Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans. Erlent 9.9.2025 18:11
Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur. Innlent 9.9.2025 18:01
Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Dómsmálaráðherra mun ekki skipa nýjan vararíkissaksóknara í ljósi boðaðrar lagasetningar sem færir skipunarvaldið frá ráðherra til ríkissaksóknara. Innlent 9.9.2025 16:58
Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. Erlent 9.9.2025 15:21
Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Erlent 9.9.2025 15:04
Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Erlent 9.9.2025 14:57
Skipar nefnd um jafnrétti karla Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið. Innlent 9.9.2025 14:53