Fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. Erlent 1.10.2025 11:04 Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Erlent 1.10.2025 10:54 Bein útsending: Loftslagsdagurinn Loftslagsdagurinn hefurr fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur umræðu um loftslagsmál á Íslandi og tengir saman almenning, stjórnvöld, atvinnulíf og vísindasamfélagið. Hann fer fram í dag í Hörpu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:35 Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina „Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“ Erlent 1.10.2025 10:28 Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:00 Tæplega hundrað nemenda saknað Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Erlent 1.10.2025 09:58 Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Innlent 1.10.2025 09:13 Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Innlent 1.10.2025 08:46 Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra boða sameiginlega til nýsköpunarráðstefnu um heilbrigðistæknilausnir og -þjónustu á grundvelli þeirra í Grósku í dag. Beint streymi verður frá ráðstefnunni á Vísi. Innlent 1.10.2025 08:01 Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Gríðarleg öryggisgæsla er nú í Kaupmannahöfn þar sem leiðtogar Evrópusambandsins eru farnir að týnast inn í borgina einn af öðrum. Erlent 1.10.2025 07:45 Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er í Úkraínu í dag ásamt höfðuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu. Innlent 1.10.2025 07:36 Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Lægð fer yfir landið í dag og beinir suðlægum áttum til landsins. Reikna má með sunnan strekkingi á Austurlandi og Suðausturlandi er líða fer á daginn. Veður 1.10.2025 07:11 Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. Erlent 1.10.2025 07:07 Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. Innlent 1.10.2025 07:00 Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Innlent 1.10.2025 06:42 Útköll vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum í gærkvöldi eða nótt, þar sem beðið var um hjálp vegna slagsmála. Í öðru tilvikinu var um að ræða ólæti og slagsmál við bar í miðborginni og í hinu hópslagsmál í póstnúmerinu 111. Innlent 1.10.2025 06:28 Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum. Erlent 1.10.2025 06:00 Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53 Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. Innlent 30.9.2025 23:01 Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Baldvin Björgvinsson, kennari og skútuskipstjóri sem bjó lengi við Fossvoginn, segir nýja brú sem byggja á yfir voginn vera dauðagildru. Hann segir engar nothæfar vindmælingar hafi verið gerðar í Fossvoginum en þar geti orðið bálhvasst. Innlent 30.9.2025 21:40 Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Innlent 30.9.2025 21:31 Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans. Erlent 30.9.2025 20:45 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Innlent 30.9.2025 20:42 Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Innlent 30.9.2025 18:55 Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið. Innlent 30.9.2025 18:06 Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28 Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. Innlent 30.9.2025 16:13 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. Erlent 30.9.2025 15:02 Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. Erlent 30.9.2025 14:20 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Chunk er loksins „feitasti“ björninn Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. Erlent 1.10.2025 11:04
Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Erlent 1.10.2025 10:54
Bein útsending: Loftslagsdagurinn Loftslagsdagurinn hefurr fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur umræðu um loftslagsmál á Íslandi og tengir saman almenning, stjórnvöld, atvinnulíf og vísindasamfélagið. Hann fer fram í dag í Hörpu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:35
Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina „Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“ Erlent 1.10.2025 10:28
Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:00
Tæplega hundrað nemenda saknað Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Erlent 1.10.2025 09:58
Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Innlent 1.10.2025 09:13
Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Innlent 1.10.2025 08:46
Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra boða sameiginlega til nýsköpunarráðstefnu um heilbrigðistæknilausnir og -þjónustu á grundvelli þeirra í Grósku í dag. Beint streymi verður frá ráðstefnunni á Vísi. Innlent 1.10.2025 08:01
Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Gríðarleg öryggisgæsla er nú í Kaupmannahöfn þar sem leiðtogar Evrópusambandsins eru farnir að týnast inn í borgina einn af öðrum. Erlent 1.10.2025 07:45
Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er í Úkraínu í dag ásamt höfðuðbiskupum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Markmið ferðarinnar er að styrkja tengsl milli norrænna kirkja og kirkjunnar í Úkraínu og sýna þeim samstöðu. Innlent 1.10.2025 07:36
Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Lægð fer yfir landið í dag og beinir suðlægum áttum til landsins. Reikna má með sunnan strekkingi á Austurlandi og Suðausturlandi er líða fer á daginn. Veður 1.10.2025 07:11
Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. Erlent 1.10.2025 07:07
Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. Innlent 1.10.2025 07:00
Tala látinna hækkar á Filippseyjum Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði. Erlent 1.10.2025 06:53
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Innlent 1.10.2025 06:42
Útköll vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum í gærkvöldi eða nótt, þar sem beðið var um hjálp vegna slagsmála. Í öðru tilvikinu var um að ræða ólæti og slagsmál við bar í miðborginni og í hinu hópslagsmál í póstnúmerinu 111. Innlent 1.10.2025 06:28
Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum. Erlent 1.10.2025 06:00
Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. Erlent 30.9.2025 23:53
Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. Innlent 30.9.2025 23:01
Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Baldvin Björgvinsson, kennari og skútuskipstjóri sem bjó lengi við Fossvoginn, segir nýja brú sem byggja á yfir voginn vera dauðagildru. Hann segir engar nothæfar vindmælingar hafi verið gerðar í Fossvoginum en þar geti orðið bálhvasst. Innlent 30.9.2025 21:40
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Innlent 30.9.2025 21:31
Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sendiherra Suður-Afríku í Frakklandi fannst látinn nálægt fjögurra stjörnu hóteli í París. Hans var leitað af lögreglu að beiðni eiginkonu hans. Erlent 30.9.2025 20:45
Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Innlent 30.9.2025 20:42
Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Innlent 30.9.2025 18:55
Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið. Innlent 30.9.2025 18:06
Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28
Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. Innlent 30.9.2025 16:13
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. Erlent 30.9.2025 15:02
Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. Erlent 30.9.2025 14:20