Bygging snjóflóðavarnagarða tefst vegna fornleifafundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 19:35 Bygging snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Seyðisfjörð mun tefjast vegna fornleifafundar. Vísir/Vilhelm Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu. Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu.
Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15
Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30