Vigdís sagði já og sextán ára drengur upplifði ógleymanlegan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2020 11:52 Vigdís Finnbogadóttir á svölunum á heimili sínu við Aragötu þann 30. júní 1980. Fjöldi manns safnaðist saman til að fagna sigri hennar í forsetakosningunum degi fyrr. Þórir Guðmundsson Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif. Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif.
Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30
Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56