Efast um að ungt fólk átti sig á því grettistaki sem Vigdís lyfti á sínum tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 20:13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira