Skoða hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28