Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í dag vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Fyrirtækjum verður meðal annars gefin kostur á að fresta greiðslu skatta og gjalda og gefið verður í útgjöld til fjárfestinga.
Þá hefur Seðlabankinn flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og kynnir vaxtabreytingar í fyrramálið.
Við förum yfir atburði næturinnar í Karphúsinu og samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og greinum frá sigri fatlaðs pilts í Bolungarvík í máli gegn Menntaskólanum á Ísafirði.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.