Enn sem komið er standa öll plön varðandi Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 15:33 Felix Bergsson í Tel Aviv á síðasta ári þar sem Eurovision-keppnin fór fram og Hatari steig á sviðið sem framlag Íslands. vísir/kolbeinn tumi „Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“ Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“
Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira