Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 08:00 Mjaldrasysturnar sýna börnum sérstaka athylgi. Vísir/Jóhann K. Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira