Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2020 21:57 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra. Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra.
Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28