Erlent

Tom Hanks og Rita Wil­son greinast með veiruna

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.
Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. Getty/Amy Sussman

Bandarísku leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson hafa bæði greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Hanks greinir frá því á Instagram að þau hafi leitað til lækna eftir að hafa fundið fyrir flenslueinkennum í Queensland í Ástralíu. Munu þau verja næstu dögunum í sóttkví.

Hanks og Wilson, sem bæði eru 63 ára, hafa verið í Ástralíu að undanförnu þar sem hann er við tökur á kvikmynd um söngvarann Elvis Presley.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunun skilgreindi í gær kórónuveirufaraldurinn sem heimsfaraldur.

„Við fundum fyrir þreytu, eins og við væru kvefuð, og svo einhverja verki. Rita var með kuldahroll sem kom og fór. Lítilvægan hita líka,“ segir Hanks í færslunni.

Segir hann að til að gera hlutina rétt, líkt og þörf er á í heiminum um þessar mundir, þá voru tekin sýni vegna mögulegs kórónuveirusmits og hafi niðurstaðan verið jákvæð.

Fram kemur í áströlskum fjölmiðlum að framleiðslu myndarinnar, sem er í leikstjórans Baz Luhrmann, hafi verið frestað tímabundið.

Alls hafa 130 manns greinst með kórónuveiru í Ástralíu.


Tengdar fréttir

Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×