„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8.10.2025 16:22
Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Leikstjórinn Baldvin Z telur gervigreindarleikara ekki spennandi því fegurðin í góðum leik felist í hinu óvænta. Á tökustað þurfi maður að vera tilbúinn fyrir alls konar uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8.10.2025 14:05
Skilnaðar-toppur í París Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára. Tíska og hönnun 7.10.2025 13:43
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. Gagnrýni 3. október 2025 07:02
Keith sagður kominn með nýja kærustu Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi. Lífið 2. október 2025 16:09
Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni. Lífið 2. október 2025 10:39
Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna. Lífið 1. október 2025 12:29
Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Lífið 1. október 2025 08:02
Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Aðdáendur stórstjörnunnar Jennifer Lopez ráku upp stór augu þegar hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni með gullmen um hálsin sem virtist vera með áletruninni „Bennifer“ - sem er samsett nafn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Ben Affleck. Lífið 30. september 2025 13:28
Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Bíó og sjónvarp 30. september 2025 11:58
Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Breski rithöfundurinn J.K Rowling segir leikkonuna Emmu Watson ekki gera sér grein fyrir því hve fáfróð hún sé, í langri færslu um leikkonuna og samband þeirra á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hún segir leikkonuna blinda á eigin forréttindi og segist vonsvikin að hún hafi ekki komið sér til varnar. Lífið 30. september 2025 11:33
Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október. Erlent 30. september 2025 09:46
Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Ástralska leikkonan Nicole Kidman og ástralski tónlistarmaðurinn Keith Urban eru skilin eftir að hafa verið gift í nítján ár. Lífið 29. september 2025 23:33
Hneig niður í miðju lagi Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag. Tónlist 29. september 2025 10:30
Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Rapparinn Bad Bunny mun troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar, úrslitaleiks NFL, sem fram fer í Santa Clara í Kaliforníu í Bandaríkjunum 8. febrúar næstkomandi. Lífið 29. september 2025 07:49
Selena Gomez giftist Benny Blanco Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær. Lífið 28. september 2025 14:37
Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. Bíó og sjónvarp 27. september 2025 08:56
„Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. Lífið 27. september 2025 07:02
Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Outer Banks-stjarnan Madelyn Cline sást úti á lífinu með Constantine-Alexios, grískum prins og telja erlendir miðlar að þau séu að slá sér upp saman. Lífið 25. september 2025 10:27
Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. Erlent 25. september 2025 07:02
Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Stjörnuparið heimskunna söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eru búin að eignast sitt þriðja barn. Um er að ræða stelpu sem er þegar komin með nafn. Lífið 24. september 2025 21:31
Claudia Cardinale er látin Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri. Lífið 24. september 2025 07:59
Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24. september 2025 06:54
Baywatch aftur á skjáinn Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki. Bíó og sjónvarp 23. september 2025 18:48