Skjálftinn var 5,2 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 10:33 Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálf ellefu nærri Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira