Ekkert mjög langur tími frá því gosórói sést og þar til kvikan kemur upp á yfirborðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2020 12:24 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira