38 milljónir til að stöðva olíuleka úr El Grillo Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2020 16:04 Seyðisfjörður. El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að grípa til aðgerða til að stöðva olíuleka úr skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að ráðist verði í aðgerðirnar á næstu vikum og sé áætlaður kostnaður vegna þeirra um 38 milljónir króna. „El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu og aftur árið 2001 þegar rúm 60 tonn af hreinni olíu náðust úr því en útreikningar þá bentu til þess að 10 – 15 tonn af olíu sætu ennþá eftir í flakinu. Síðan hefur reynslan sýnt að olía leki úr flakinu þegar sjór hlýnar á sumrin. í könnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar í október sl. kom í ljós að töluverður olíuleki var úr opi við olíutanka skipsins vegna tæringar. Því er mikilvægt að bregðast við lekanum hið fyrsta til að fyrirbyggja neikvæð umhverfisáhrif í firðinum. Þær aðgerðir sem nú verður ráðist í felast í því að loka opinu með því að steypa yfir það. Þá verður loka komið fyrir í steypunni sem nýta mætti síðar ef til þess kemur að dæla þurfi úr tankinum. Stefnt er að því að ráðast í aðgerðirnar nú á vormánuðum 2020 áður en sjór hlýnar og verður verkefnið á höndum Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningunni. Seyðisfjörður Umhverfismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að grípa til aðgerða til að stöðva olíuleka úr skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að ráðist verði í aðgerðirnar á næstu vikum og sé áætlaður kostnaður vegna þeirra um 38 milljónir króna. „El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu og aftur árið 2001 þegar rúm 60 tonn af hreinni olíu náðust úr því en útreikningar þá bentu til þess að 10 – 15 tonn af olíu sætu ennþá eftir í flakinu. Síðan hefur reynslan sýnt að olía leki úr flakinu þegar sjór hlýnar á sumrin. í könnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar í október sl. kom í ljós að töluverður olíuleki var úr opi við olíutanka skipsins vegna tæringar. Því er mikilvægt að bregðast við lekanum hið fyrsta til að fyrirbyggja neikvæð umhverfisáhrif í firðinum. Þær aðgerðir sem nú verður ráðist í felast í því að loka opinu með því að steypa yfir það. Þá verður loka komið fyrir í steypunni sem nýta mætti síðar ef til þess kemur að dæla þurfi úr tankinum. Stefnt er að því að ráðast í aðgerðirnar nú á vormánuðum 2020 áður en sjór hlýnar og verður verkefnið á höndum Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningunni.
Seyðisfjörður Umhverfismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira