Talið inn í búðirnar og út úr þeim Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 14:26 Örtröð hefur verið í matvöruverslunum í morgun. Vísir/Einar Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag. Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag.
Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56